Auður Jóns, Björg Eva og Pétur Markan

Vikulokin - A podcast by RÚV - Saturdays

Categories:

Gestir Vikulokanna eru Auður Jónsdóttir rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, og Pétur Markan, biskupsritari og fyrrverandi formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Þau ræddu stríðið í Palestínu og Ísrael og ákvörðun Íslands um að greiða ekki atkvæði með ályktun um vopnahlé, virkjanaframkvæmdir og pólaríseraða umræðu um orkuþörf, brot Friðriks Friðrikssonar prests og hvernig hægt sé að bregðast við slíku, meðal annars hvort það eigi að fjarlægja styttuna af honum. Umsjónarmaður er Sunna Valgerðardóttir og Davíð Berndsen stjórnar útsendingu.