Menningarheimurinn - Upphaf
Útvarp Krakkarúv - A podcast by RÚV
Categories:
Í dag byrjar Útvarp KrakkaRÚV aftur eftir sumarfrí! Við fögnum því með að skoða upphaf í allskonar myndum. Hvenær var upphaf heimsins eða lífs á jörðinni? Hvað þýðir þetta orð, upphaf, eiginlega? Í upphafi samskipta heilsumst við en hvers vegna nota allir hægri hönd en ekki vinstri? Einu sinni var... einn og tveir og einn, tveir, þrír fjór...viðbúin, tilbúin, byrja! Viðmælendur: Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV Stjörnu-Sævar Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir