Menningarheimurinn - Kórar 1/2

Útvarp Krakkarúv - A podcast by RÚV

Categories:

Að syngja í kór er ótrúlega vinsælt á Íslandi og það finnast hundruðir kóra út um allt land. Í næstu þáttum ætlum við að kynnast kórum, hvernig þau syngja í röddum, hvernig tónlist þau syngja og svo framvegis. Við gerumst flugur á vegg á kóræfingum, heyrum hvernig söngvararnir hita upp röddina, læra ný lög og hvað þeim finnst skemmtilegast við að syngja í kór. Kórarnir sem við heimsækjum í þættinum í dag eru Barnakór Akureyrarkirkju (7-9 ára og 10-12 ára) og Skólakór Kársnesskóla (10 ára strákahópur). Barnakór Akureyrarkirkju Stjórnandi: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Skólakór Kársnesskóla Stjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Fyrri þáttur af tveimur