Menningarheimurinn - Fólkið sem fangaði vindinn

Útvarp Krakkarúv - A podcast by RÚV

Categories:

„Ópus er bara venjulegur drengur en dag nokkurn fær hann skilaboð frá sjálfum vindinum. Á sama tíma er ríkasti maður í heimi sestur að á eyjunni hans Ópusar og er byrjaður að reisa stór siglutré í þúsundatali. Máttug öfl eru leyst úr læðingi og innan skamms er framtíð plánetunnar í húfi. Vinirnir Ópus og Fífa þurfa að leggja allt í sölurnar til að frelsa vindinn.“ Svona er lýsingin aftan á kápu bókarinnar Stormsker- fólkið sem fangaði vindinn en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2018. Í þættinum fáum við höfund bókarinnar í heimsókn og hittum tvo krakka sem sátu í dómnefndinni og tóku þátt í að velja þessa bók. Viðmælendur: Birkir Blær Ingólfsson, rithöfundur Anna Soffía Hauksdóttir, dómnefndarkona í 9 bekk í Háteigsskóla Ingvar Steinn Ingólfsson, dómnefndarmaður í 9 bekk í Háteigsskóla Lesið efni: Brot úr bókinni Stormsker - fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blæ Ingólfsson. Höfundur les. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir