Hjartans mál - 9. þáttur

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - A podcast by Þú skiptir máli forvarnastarf

Categories:

Verið velkomin í þáttinn Hjartans mál þar sem mál hjartans fá rými og mikilvægi andlegrar heilsu er okkur hjartans mál. Í þessum þáttum okkar fræðumst við saman um andlega líðan, lesum hugvekjur hjarta og huga og finnum leiðir til sátta við okkur sjálf, auk jafnvægis í sál og líkama. Í þættinum í dag fær pistill Ágústu Óskar Óskarsdóttur „Ástríða“ rödd en Ágústa er lærður fjölskyldumeðferðarfræðingur, með B.A gráðu í félagsráðgjöf auk þess að vera lærður dáleiðari frá Dáleiðaraskóla Íslands. Ágústa opnaði nýverið stofu í Laugardalnum en hennar sérsvið eru til að mynda stjúptengsl, samskipti/samskiptaörðugleikar, kvíði, ótti við höfnun, að bera skömm, framhjáhalds meðferðir (pör sem eiga þá sögu), djúp sjálfsvinna og fleira. Ég hvet ykkur til að fylgjast með Águstu á instagram en hún heldur úti reikningunum @verumvakandi og @agustaosktherapist. Við þökkum Ágústu Ósk kærlega fyrir. þáttastjórnandi : Íris Hólm Jónsdóttir Upphafs- og lokastef: Ágúst Þór Benediktsson Njótið!! www.thuskiptirmali.is