Stýrivextir, Líbanon og ný Ölfusárbrú
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók í dag varfærin skref í átt að lækkun stýrivaxta þegar þeir voru lækkaðir úr níu komma tuttugu og fimm prósentum í níu. Greiningardeildir bankanna höfðu flestar spáð því að stýrivextir yrðu óbreyttir. Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir ákvörðun peningastefnunefndar hafa komið á óvart og það hafi mátt sjá þess merki þegar ákvörðunin var kynnt að fólk liti þróun mála ekki alveg sömu augum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Unu. Um 350.000 manns, þar af rúmlega 120.000 börn, hafa þegar flúið heimili sín í sunnaverðu Líbanon vegna harðra og viðvarandi loft- og flugskeytaárása Ísraela undanfarna daga og innrásar landhersins í kjölfarið. Staðfest er að hátt í hundrað börn hafi fallið í árásum undanfarinna daga og mörg hundruð særst. Ljóst sé að frekari stigmögnun átaka muni gera hörmulega stöðu barna í Líbanon enn verri. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta einungis staðfesta það sem lengi hefur verið vitað: Að stríðsátök bitni iðulega verst á þeim sem síst skyldi og minnsta bera ábyrgðina - börnum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Birnu. Smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá hefur lengi verið í undirbúningi, farið var í mat á umhverfisáhrifum og frumhönnun á árunum 2007 og 8, verkið loks boðið út í fyrra og því ferli ekki lokið segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni. Beðið er lokaheimilda frá fjármálaráðuneytinu til að ljúka samningum við þá einu sem gerðu tilboð. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred