Atvinnuleysi hjá innflytjendum, viðhorf til ferðamanna og málið sem Frakkar eiga erfitt með að trúa
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Meira en helmingur þeirra um 7.200 sem voru á atvinnuleysisskrá í júlí voru erlendir ríkisborgarar. Hlutfallið var þá 53% og hefur sigið upp á við undanfarið - var 48% fyrir ári. Atvinnuþátttaka útlendinga er mikil hérlendis en þetta háa hlutfall þeirra sem eru atvinnulausir var meðal þess sem til var tekið í nýlegri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem kynnt var í vikunni. Rætt verður við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Landsmenn eru áfram almennt jákvæðir og ánægðir með erlenda ferðamenn og ferðaþjónustu í heimabyggð. Þetta sýnir ný könnun Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem gerð var í vikunni. Ferðaþjónustan er hins vegar ekki einkamál atvinnugreinarinnar og hún má ekki ganga að gestrisni Íslendinga sem vísum hlut. Eyrún Jenný Bjarnadóttir frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála fer yfir helstu niðurstöður. Dominique Pelico hefur játað að hafa í rúman áratug mulið svefntöflur og kvíðalyf út í vínglas eða kvöldmat eiginkonu sinnar. Þegar hún missti meðvitund nauðgaði hann henni og bauð ókunnugum mönnum með auglýsingu á vefsíðu að gera slíkt hið sama; þetta voru trukkabílstjóri, smiður, fangavörður, hjúkrunarfræðingur og blaðamaður frá staðarmiðli í franska smábænum Mazan þar sem hjónin bjuggu, svo dæmi séu tekin. Menn á aldrinum 26 til 74 ára, feður og eiginmenn. Rætt verður við Láru Samira Benjnouh