Viilta vestrið í kælibransanum - Viðbúnaðarstig í Svíþjóð
Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV
Categories:
Ástandið í kælibransanum minnir á villta vestrið, eftirliti er ábótavant og hvati til að láta fílsterkar gróðurhúsalofttegundir gossa út í andrúmsloftið í stað þess að skila þeim í förgun. Þetta segja starfsmenn Kælitækni, fyrirtækis sem flytur inn um helming flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem notaðar eru sem kælimiðlar hér á landi. Það séu glufur í regluverkinu og brotalamir í kerfinu. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa lýst yfir sérstöku viðbúnaðarástandi á landsvísu, vegna tíðra og alvarlegra ódæðisverka glæpasamtaka í suðurhluta landsins. Undanfarna mánuði hafa tugir sprengjutilræða átt sér stað í Malmö, og þar framin afar kaldrifjuð morð. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Kára Gylfason í Gautaborg.