Svavar Knútur, flutningar á Laugarbakka, búseta í Grímsey
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Við veltum fyrir okkur búsetu í þessum þætti. Við byrjum á að heimsækja söngvaskáldið Svavar Knút sem nýlega flutti ásamt fjölskyldunni til Akureyrar. Því næst er ferðinni heitið á Laugarbakka þar sem við hittum hjónin Ólínu Sófusdóttur og Einþór Skúlason sem nýlega fluttu á Laugarbakka og byggðu þar hús. Við heyrum líka í dóttur þeirra hjóna, Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur, sem var sú fyrsta úr fjölskyldunni að flytja á svæðið. Að lokum höldum við til Grímseyjar þar sem við hittum fyrir útgerðarmanninn Bjarna Reykjalín Magnússon sem ólst upp í Grímsey og vill búa þar áfram. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir