Sumar: Sigurhæðir, Flóra og Davíð Stefánsson

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Í dag er annar þátturinn af sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem tínt er saman efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur að njóta í sumar. Í þættinum verður rifjuð upp heimsókn í Sigurhæðir, hið sögufræga hús þjóðskáldsins Matthíasar Jochumsonar og fjölskyldu hans. Í þættinum verður auk þess farið í heimsókn í Flóru á Akureyri, einnig sem spjallað verður við tvær tónlistarkonur sem í vetur héltu tónleika í tilefni þess að 100 ár væru liðin frá því að Davíð Stefánsson gaf út sína fyrstu ljóðabók, Svartar fjaðrir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir