Stríðsárin á Reyðarfirði

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Á þessu ári eru liðin 80 ár frá því að Bretar hertóku Íslandi í seinni heimstyrjöldinni. Þann tíunda maí árið 1940 lögðust fjögur herskip að bryggju í Reykjavík og á næstu vikum kom herinn sér fyrir víðar á landinu. Á Austurland voru aðalbækistöðvar hersins á Reyðarfirði og gjörbreytti hernámið þorpinu. Allt í einu var næga vinnu að hafa og herinn borgaði svo vel að jafnvel unglingar gátu á einni viku fengið tvöfalt meira en sumt fullorði fólk fékk í mánaðarkaup. Enn er til fólk sem man vel eftir stríðinu og í þessum þætti ætlum við að hverfa aftur til stríðaáranna á Reyðarfirði. Í þættinum ræðir Rúnar Snær Reynisson við Vigfús Ólafsson og Guðmund Magnússon sem báðir eru fæddir fyrir hernám. Þeir þurftu að leita skjóls í loftvarnarbirgum eins og aðrir bæjarbúar og muna hvernig Reyðarfjörður og þorpið þar Búðareyri gjörbreyttist. Rúnar fór einnig í heimsókn á Stríðsárasafnið þar sem hann hitti Einar Þorvarðarson. Efni í þáttinn vann Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir