Safnari, uppfinningamenn og flugmenn
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Við hittum nokkra grúskara. Á Akureyri hittum við Pál A. Pálsson ljósmyndara og safnara með meiru sem segir okkur frá vísusafni sínu en vísurnar hefur hann fengið í skiptum fyrir myndatöku. Þá hittum við feðgana Örn og Ingólf Eggertsson á Ísafirði og heyrum af áratuga löngu samstarfi þeirra og uppfinningum. Þeir hafa bæði hannað rafeindavogir og snjódýptarmæla sem hafa komið sér vel. Þá heyrum við af flugáhuga þeirra og bræðra Arnar. Efnið í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.