Réttindabarátta fatlaðs fólks, blái liturinn og skáldlegar jöklasögur

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Í þesssum þætti mun baráttukonan Svanfríður Larsen segja sína sögu, en Svanfríður hefur í gegnum árin beitt sér fyrir auknum réttindum fatlaðs fólks og lauk nýlega við að skrifa bókina „Á réttri leið“ ásamt Bjarna Kristjánssyni, en í bókinni er farið yfir uppbyggingu og þróun í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi eystra á árunum 1959-1996. Í þættinum heyrum við einnig af litum nátturunnar og lítum inn á málþing sem nýlega var haldið á Hornafirði þar sem fjallað var í sömu andrá um jökla og skáldskap Steinunnar Sigurðardóttur. Efni í þáttinn unnu Úlla Árdal, Rúnar Snær Reynisson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.