Neskaupstaður að fornu og nýju. Hekluhestar
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Í þætti dagsins er ferð okkar heitið á Suður- og Austurlandið. Fyrir austan fræðumst við um landnótaveiðar og sögu gamla Lúðvíkshúss sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í Norðfirði síðan það var reist árið 1881. Það er Smári Geirsson kennari í Neskaupstað sem segir frá. Við heyrum einnig gamla upptöku frá árinu 1960 þegar Stefán Jónsson var á ferð í Norðfirði og talaði þar við sjómenn og starfsfólk í fiskisölu og fiskvinnslu. Á Suðurlandi forvitnumst við um hestaleiguna Hekluhesta sem boðið hefur upp á skipulagðar hestaferðir í 40 ár, en það er ferðaþjónustubóndinn Aníta Ólöf Jónsdóttir sem segir okkur frá starfseminni. Rifjum líka upp Heklugosið 1980 sem má segja hafi markað upphaf Hekluhesta. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir