Loft

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Loft er nokkuð sem við þurfum öll til að draga andann, en loftið sem er þema þessa þáttar er margslungið fyrirbæri. Í þættinum læðumst við upp á háaloft og rannsökum það sem þar er að finna, við þjótum um himingeiminn, rekumst á nokkra loftsteina og fyllum síðan lungun til að blása lofti í hljóðfæri. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.