Kvenfélagið Eining, Mótorhjólasafn, síðasta aftakan á Austurlandi

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Ýmiskonar grúsk verður til umfjöllunar í þætti dagsins. Við byrjum á að slá á þráðinn til kvenfélagskonunnar Margrétar Tryggvadóttur á Hvolsvelli og hún segir frá handverkssýningunni Margt verður til í kvennahöndum sem Kvenfélagið Eining setti upp í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Við ferðumst einnig aftur í tímann og heyrum viðtal frá árinu 1979. Þar ræðir Magnús Finnbogason við Kristínu Guðmundsdóttur um starfsemi Kvenfélagsins Einingar en þá var Kristín formaður félagsins. Því næst er ferðinni heitið á Mótorhjólasafn Íslands. Þar segir Tómas Ingi Jónsson frá tilurð safnsins og nokkrum vel völdum safngripum. Að lokum er rætt við Ásgeir Hvítaskáld, rithöfund á Egilsstöðum, sem skrifað hefur skáldsögu um örlög ungs pilts sem var hálshöggvin árið 1786 og var það síðasta aftakan á Austurlandi. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir