Kerrur
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Kerrurnar í lífi okkar eru margvíslegar og nytsamlegar. Það er niðurstaða óvísindalegrar rannsóknar teymisins sem stendur að þáttunum Sögur af landi. Kerrur eru til margra hluta nytsamlegar og þær er víða að finna í okkar samfélagi. Við fjöllum um gamlar glæsikerrur, splunkunýjar íslenskar kerrur sem hannaðar eru á Akureyri og svo eru það vinir okkar í stórmörkuðunum, innkaupakerrurnar. Er nema von að fólk kunni vel að meta þessi þarfaþing? Innslög unnu: Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.