Flóra á Akureyri. Moli knattspyrnuþjálfari. Lífið á Flateyri.
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Í þessum þætti forvitnum við um starfsemi Flóru á Akureyri, sem að sögn Kristínar Þóru Kjartansdóttur er vettvangur til þess að ýta undir skapandann á svæðinu. Við heyrum líka í knattspyrnuþjálfaranum Siguróla Krisjánssyni, eða Mola eins og hann er jafnan kallaður, um fótboltaæfingar í minni bæjarfélögum í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. Heimsækjum að lokum þjóðfræðinginn Sæbjörgu Freyju Gísladóttur á Flateyri sem sagði okkur frá fagurfræði hversdagsins sem og bókinni hennar „Er það hafið eða fjöllin?“ Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir