Elíza Newman í Höfnum, gömul byggð á nýjum tímum í innbænum á Akureyri
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum bregðum við okkur í heimsókn til tónlistarkonunnar Elízu Geirsdóttur Newman, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Höfnum í Reykjanesbæ. Við flökkum einnig um innbæinn á Akureyri í fylgd með Hönnu Rósu Sveinsdóttur, sérfræðingi á húsverndarsviði hjá Minjasafninu á Akureyri. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Anna Þorbjörg Jónasdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir