Dagur á Dalvík 1968

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum ferðumst við aftur í tímann og rifjum upp sögur frá Dalvík. Við ferðumst í fylgd með fréttamanninum Stefáni Jónssyni sem flakkaði um Dalvík með upptökutækið þann 22. ágúst 1968. Þar spjallaði hann við heimafólk og fékk hjá þeim sögur um daginn og veginn. Viðmælendur í þættinum eru: Sigurður P. Jónsson kaupmaður, Stefán Stefánsson sjómaður, Sverrir Sveinbjörnsson sjómaður, Björgvin Jónsson forstjóri, Tryggvi Jónsson frystihússtjóri, Sveinbjörn Jóhannsson útgerðarmaður, Jakob Helgason fyrrv. Grímseyingur, Haraldur Sófóníasson verkamaður, Hilmar Daníelsson sveitarstjóri og Unnur Sigurðardóttir húsmóðir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir