Bræðralag

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Bræður munu ekki berjast í þessum þætti, þeir sýna af sér vinaþel og umhyggju því bræðralag er þemað. Rætt verður við bræður sem semja tónlist og spila saman í þremur hljómsveitum hið minnsta. Rætt er við félagsmann í karlakór og annan í karlaklúbbi norðan heiða. Sagt er frá bræðrum kennda við Kennedy. Allt þetta undir hatti bræðralags. Innslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Jón Þór Kristjánsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson.