Ást

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categories:

Ástin er þemað í þessum þætti sem og víðar um land allt. Við ræðum um ástarsögur á bókasafninu á Ísafirði, móðurástina sem kviknar á fæðingadeildinni á Akureyri og tölum við söngvaskáld sem þolir ekki væmna ástarsöngva. Ástin er altumlykjandi og getur veitt mönnum byltu, hún er líka græðandi hreyfiafl sem við verðum að trúa á. Ástin hefur verið umfjöllunarefni í öllum listgreinum sem maðurinn hefur lagt fyrir sig og því er hún verðugt þema í Sögum af landi. Innslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson