Akureyrarveikin
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categories:
Í þessum þætti hverfum við rúm 70 ár aftur í tímann. Fjallað verður um Akureyrarveikina sem geysaði veturinn 1948-1949 og lagði um 7% bæjarbúa á Akureyri í rúmið. Samkomubann var meðal annars sett á og skólum lokað til þess að hefta útbreiðslu veikinnar. Þátturinn var áður á dagskrá þann 20. desember 2019. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að endurflytja þáttinn. Efni í þáttinn vann Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.