ÓL - Dagur 2

Íþróttavarp RÚV - A podcast by RÚV

Categories:

Annar dagur Vetrarólympíuleikanna í Beijing gerður upp með Helgu Margréti Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu og umsjónarmanni Ólympíukvölds sem hefst á morgun. Snorri Einarsson reið á vaðið fyrir hönd Íslands á leikunum og jafnaði besta árangur Íslendings frá upphafi í skíðagöngu þegar hann endaði í 29. sæti. Heyrðum í Sturla Snæ Snorrasyni sem var sóttur með sjúkrabíl og farið með á kórónuveirusjúkrahús í Beijing þegar í ljós kom að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Sturla á að keppa eftir slétta viku og vonast til þess að ná því, fyrstu gullverðlaun Nýsjálendinga og Simon Ammann er ennþá í fullu fjöri í skíðastökkinu 20 árum eftir að hann vann fyrst til verðlauna í greininni. Umsjón: Gunnar Birgisson