EM í handbolta - Dagur Sigurðsson

Íþróttavarp RÚV - A podcast by RÚV

Categories:

Dagur Sigurðsson er gestur Íþróttavarpsins í dag. Dagur er eini Íslendingurinn sem hefur unnið EM karla í handbolta. Það gerði hann 2016 þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs. Dagur fór yfir víðan völl í þætti dagsins og rýndi meðal annars í mótherja Íslands á morgun, lið Portúgals. Í þættinum kom líka fram að Dagur bætist við sérfræðingahóp EM stofunnar á RÚV. Hann verður þar með Loga Geirssyni og Ólafi Stefánssyni undir styrkri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.