Samtal við samfélagið – Á að skylda fólk á eftirlaun?
Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin
Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Jan Fritz en hún er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinatti í Bandaríkjunum og rannsóknarfræðimaður við Setur um félagsfræðilegar rannsóknir við Háskólann í Johannesburg í Suður Afríku. Jan dvaldi hér á landi í haust sem Fulbright styrkþegi þar sem hún beindi sjónum að því hvort það að skylda fólk á eftirlaun á ákveðnum aldri sé mismunun sem byggir á aldri. Jan hefur einnig talað mikið fyrir klínískri félagsfræði en í henni eru kenningar og aðferðir félagsfræðinnar notaðar til að meta og leysa vandamál í samfélaginu.
