84 | Assange, Kína og American Pie
Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays
Categories:
Við hefjum Heimskviður á umfjöllun um réttarhöldin yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en þau héldu áfram í síðustu viku á millidómstigi í Bretlandi. Bandarísk stjórnvöld freista þess að fá Assange framseldan. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður, var viðstaddur réttarhöldin. Frá Bretlandi höldum við til Bandaríkjanna. Lagið American Pie eftir Don McLean, varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, telur meira en 8 mínútur. Textinn við lagið hefur valdið vangaveltum margra í áratugi. Höfundurinn hefur á móti verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Höfundurinn, Don McLean, elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum. Stórveldin Kína og Bandaríkin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ríkin búa nú yfir tveimur stærstu hagkerfum heims, og vilja bæði vera aðal. Sjórnarfar í löndunum tveimur byggir á afar ólíkri hugmyndafræði og bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer er einn þeirra sem telur að nýtt kalt stríð sé í raun skollið á milli ríkjanna tveggja og að það sé hatramara en hið fyrra kalda stríð sem við þekkjum svo vel. Gunnar Hrafn Jónsson kynnti sér kenningar Mearsheimers og stöðuna í þessu nýja kalda stríði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.