184 - Gleymda stríðið og fegurðarsamkeppnir
Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays
Categories:
Stríðið í Súdan er stundum kallað gleymda stríðið en áralöng átök hafa valdið því að stór hluti súdönsku þjóðarinnar er á barmi hungursneyðar. Ógnarmargir íbúar þessa þriðja stærsta lands Afríku er á flótta en það hafa aldrei áður verið jafn margir á flótta innan eigin lands á heimsvísu. Það eru alls um 75,9 milljónir jarðarbúa og talsvert hefur fjölgað í þessum hópi undanfarið ár. Aukningin skrifast fyrst og fremst á tvennt, stórauknar árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina síðan síðasta haust og svo borgarastríð í Súdan sem staðið hefur yfir í heilt ár. Birta kynnti sér átökin og talaði við Adjaratou Fatou Ndiaye, sem er sendifulltrúi UN Women í Súdan. Svo fjöllum við um fegurðarsamkeppnir. Það kom á óvart og vakti mikla athygli þegar sigurvegarar tveggja fegurðarsamkeppna í Bandaríkjunum sögðu sig frá hlutverkinu með aðeins nokkurra daga millibili. Þessar afsagnir hafa leitt af stað umræðu um vinnuumhverfið sem stúlkunum er boðið upp á á vegum fyrirtækisins Miss Universe, sem rekur báðar keppnirnar. Ásakanir hafa komið fram um að konunum sé bannað að tala um ákveðna hluti, stjórnun innan fyrirtækisins sem reki fegurðarsamkeppninnar sé afar ábótavant og að þar séu jafnvel sýndir eineltistilburðir. Hallgrímur Indriðason fer yfir þetta allt með góðri aðstoð konu með reynslu úr þessum heimi, Elísu Gróu Steinþórsdóttur.