183 - Innrásin í Rafah
Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays
Categories:
Rúm milljón manns í Rafah á Gaza bíður milli vonar og ótta hvort og þá hvenær allsherjarinnrás Ísraelshers í borgina hefjist. Við beinum sjónum okkar þangað í þættinum í dag. Við ætlum líka að rýna í söguna. Samband Bandaríkjanna og Ísraels hefur verið undir smásjánni nú þegar flest spjót standa á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem hefur notið mikils stuðnings Bandaríkjastjórnar eins og flestir forverar hans. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir að markmið Ísraelshers, annars vegar að koma í veg fyrir að árás á borð við þá sem var gerð sjöunda október endurtaki sig og hins vegar að uppræta Hamas-samtökin, náist ekki nema með pólitísku samkomulagi. Það verði ekki gert með því að fella síðasta vígamanninn. Hann segir greinilegt að Ísraelsmenn ætli sér að ráðast á borgina Rafah en þeir hafi enga sýn á það hvernig átökin geti endað.