175 - Fjölskyldustjórnmál á Filippseyjum og 20 ár frá sprengjuárásinni í Madríd

Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays

Categories:

Á Filippseyjum fara nokkrar fjölskyldur með mestöll völd í landinu. Þær tvær sem komist hafa í hár saman að undanförnu er fjölskylda forsetans, Ferdinands Marcos, sem er alnafni föður síns og fyrrum einræðisherra landsins. Hin er fjölskylda Rodrigos Dutertes, fyrrverandi forseta, sem oft var kallaður hinn filippeyski Donald Trump. Deilur þessara ættfeðra hafa stigmagnast og nú er svo komið að Duterte hefur hótað að fá stjórnvöld í sínu heimahéraði til að lýsa yfir sjálfstæði og Marcos forseti hefur heitið beitingu hervalds komi til þess. Á mánudaginn, þann 11. mars verða 20 ár liðin frá mannskæðasta hryðjuverki í Evrópu á þessari öld. Þá voru sprengdar 10 sprengjur í og við Atocha-lestarstöðina í miðborg Madrid, höfuðborgar Spánar. Þessa ódæðis er minnst alla þessa viku á Spáni, en atburðurinn markaði djúp sár í spænska þjóðarsál og hafði einnig gríðarleg áhrif á spænsk stjórnmál vegna atburðarásarinnar í kjölfar hryðjuverksins