165| Framtíð Kristjaníu og forsetakosningar í Bandaríkjunum

Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays

Categories:

Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins. Eins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á kjörseðli Bandaríkjamanna á næsta ári þegar velja á nýjan forseta.En nýr verður forsetinn kannski ekki því flest bendir til þess að þeir Joe Biden og Donald Trump berjist aftur um búsetu í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. En hvernig má það vera að í þessu fjölmenna og stóra landi standi valið aftur á milli núverandi forsetans, sem er nú þegar orðinn sá elsti til að gegna embættinu og þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vilja ekki að bjóði sig aftur fram. Hinn valkosturinn er svo fyrrum forsetinn sem hefur verið í fullri vinnu síðan hann lét af embætti að svara fyrir ýmsar sakir í dómssölum. Eða eru þeir tveir kannski bara best til þess fallnir að stýra landinu? Birta og Bjarni Pétur spá í spilin nú þegar ár er til kosninga þar vestra. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.