1. þáttur - Síðasta ferðalagið

Heiðin - A podcast by RÚV

Categories:

Þann 8. mars árið 1991 lögðu vinirnir Hafsteinn Hálfdánarson og Jón Gísli Sigurðsson akandi af stað úr Reykjavík til Ísafjarðar. Þeir höfðu sagt sínum nánustu að á Ísafirði hyggðust þeir dvelja í tvo daga en aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru komnir vestur hálffylltu þeir bensínbrúsa, skelltu honum í bílinn sinn og óku aftur af stað til Reykjavíkur með áætlanir um að vera komnir til höfuðborgarinnar undir morgunn. Það reyndist þeirra síðasta ferð. Viku síðar hófst leit að piltunum tveimur en ekkert hafði til þeirra spurst og fjölskyldan var tekin að ókyrrast.