Landsliðshópur tilkynntur með e-maili og þjálfaralausir Stjörnumenn í landsliðsviku

Handkastið - A podcast by Handkastið

Podcast artwork

Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum á Íslandi og erlendis. Það var lágstemmd stemmning þegar landsliðshópur kvenna fyrir HM var tilkynntur á föstudaginn og fengu fjölmiðlar e-mail með hópnum og hafði Sérfræðingurinn sitt að segja um það. Valur og Haukar fengu skell í Evrópukeppnunum um helgina. ÍBV rúlluðu yfir KA/Þór í Olísdeild kvenna og Stjarnan er ennþá í leit að sínum fyrsta sigri. Stjarnan sá aldrei til sólar gegn KA og var æfingarvika þeirra í landsleikjahléinu til umræðu í Handkastinu. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.