Nauðungarflutningar fólks og forsetakosningar væntanlegar í Frakklandi
Hádegið - A podcast by RÚV
Categories:
Við höldum til Úkraínu og Rússlands í fyrri hluta þáttarins. Grunur leikur á að rússneski herinn hafi þvingað þúsundir Úkraínumanna - jafnvel með valdi - til að yfirgefa stríðshrjáð heimaland sitt og fara yfir landamærin til Rússlands - innrásarlandsins - eða flytja þá yfir á rússnesk yfirráðasvæði, sum í þúsund kílómetra fjarlægð. Í síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Frakklands, en fyrri umferð forsetningakosninga fara fram þar í landi 10. apríl. Þær síðari fara fram tveimur vikum síðar, en þá mætast tveir hlutskörpustu frambjóðendurnir úr fyrri umferðinni. Allt útlit er fyrir að þeir frambjóðendur sem mættust í síðari umferðinni fyrir fimm árum, Marie Le Pen og núverandi forseti, Emannuel Macron, mætist aftur nú. Talið er þó næsta víst að sitjandi forseti hafi öruggan sigur úr býtum. Torfi Túliníus prófessor lítur við að loknum hádegisfréttum, og fer yfir komandi kosningar, sem og forsetatíð núverandi forseta - sem var einungis 39 ára gamall þegar tók við embætti í maí fyrir fimm árum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.