Frú Barnaby: S4E8 - Jólastjörnurnar

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - A podcast by frubarnaby

Categories:

Í þessum fyrsta aðventuþætti sitja vinkonurnar Lóa og Móa ekki auðum höndum. Þær eru vopnaðar rúmfóbæklingi, vír, skærum og límbyssu því jú það er komið að föndurstund. Þær ræða þess á milli sögulegt jólaföndur og dónalegar piparkökur sem búa í rykugum piparkökuhúsum. Díönuhornið sígilda er á sínum stað en fjölskyldan er auðvitað alltaf við sama heygarðshornið þarna suðurfrá. Síðast en ekki síst opna þær fyrir svokallaða Jóla-línu, þar sem hlustendur geta sent inn jólatengd vandamál sem þær stöllur leysa úr með sinni alkunnu snilli. Þessi einstaki jólaþáttur er kostaður af Kanínuholunni - fornbókaveröld þar sem jólaandinn á heima.