Miðjan - Guðmundur Mete: Æskuvinur Zlatan um Malmö, Keflavík og fleira

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Guðmundur Viðar Mete flutti ungur að árum til Malmö með fjölskyldu sinni og varð strax vinur Zlatan Ibrahimovic. Saman fóru þeir upp í aðallið Malmö en eftir að leiðir skyldu héldu þeir alltaf vinskap. Guðmundur Viðar kom svo heim til Íslands og spilaði með frábæru liði Keflavíkur í nokkur ár sem átti í hatrammri baráttu við ÍA. Guðmundur Viðar Mete segir sögu sína í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net í dag. Meðal efnis: - Liðsfélagarnir gáfu honum tvær vikur í starfi en er að ná 14 árum - Afi hans gaf rautt spjald með rauðum Winston í leik - Ekki sáttur við að flytja til Malmö - Slagasmál, hnífar og handjárnaðir kennarar í skólanum - Fyrsti vinurinn var Zlatan Ibrahimovic - Hann og Zlatan svindluðu í útihlaupum með strætókortið - Zlatan stal reiðhjóli í miðju hlaupi og reiddi hann - Þurfti að spila leik á útskriftardaginn og missti af djamminu - Hafnaði Lilleström - Svíar báðu hann að skipta um ríkisfang - Mestu mistökin að yfirgefa Malmö - Erfiðir stuðningsmenn í Norrköping - Þjóðverjar hræktu og kýldu hann gegn U21 liði Íslands - Kvartaði undan umgjörð hjá U21 liðinu - Þóttist vera hundur í göngutúrum Keflavíkur liðsins - Framkvæmdastjóri Midjylland var algjör skíthæll - Rígur ÍA og Keflavíkur, rauða spjaldið, tæklingin og kynþáttafordómarnir - Mark Bjarna Guðjóns sem gerði allt vitlaust - Fór á reynslu í Tyrkalandi en þjálfarinn rekinn degi fyrr - Svekkjandi að tapa titlinum til FH - Áttum að gefa skít í að horfa á þennan leik - Willum vildi gera hann að miðjumanni - Eina markið á Íslandi kom í 31 - 0 sigri Hauka - AuPair hjá Zlatan eftir ferilinn - Kynnin af Mourinho, Gattuso, Beckham og fleirum