Enski boltinn - Löngu kominn tími á málm hjá Tottenham
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net
Categories:
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Crystal Palace og Arsenal á Selhurst Park. Síðustu daga höfum við verið að hita upp fyrir þessa frábæru skemmtun sem er framundan. Í dag mættu tveir grjótharðir Tottenham menn á skrifstofu Fótbolta.net, Hörður Ágústsson og Ingimar Helgi Finnsson (litla flugvélin). Það ríkir bjartsýni fyrir tímbilinu hjá Spurs og núna er kominn tími á að taka málm. Rætt var um ýmislegt í þættinum; síðasta tímabil, Antonio Conte, leikmannagluggann í sumar og væntingar fyrir komandi leiktíð. Þetta er síðasti upphitunarþátturinn fyrir tímabilið en síðustu daga höfum við rætt við stuðningsmen allra liða sem enduðu í topp sex á síðustu leiktíð.