#29 – Ferðaviljinn og frelsi að aukast – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Flugvarpið - A podcast by Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Það er útlit fyrir viðspyrnu í ferðaþjónustunni á næstu mánuðum og af því tilefni er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra gestur í þætti #29. Hún segir ferðaþjónustufyrirtækin merkja aukna eftirspurn á næstunni samhliða auknum bólusetningum og meira frelsi til ferðalaga milli landa. Reynsla stjórnvalda af því að opna landamærin fyrir fólki með bólusetningarvottorð er mjög góð og hefur enginn með slík vottorð mælst með veiruna í sér. Þórdís vonast til að aðgerðir á landamærum verði ekki til þess að koma í veg fyrir að fólk nenni að ferðast og er bjartsýn á að ferðaþjónustan taki hratt við sér.
