#27 – Flugævintýri í Landgræðslu - Páll Halldórsson og Sveinn Runólfsson

Flugvarpið - A podcast by Jóhannes Bjarni Guðmundsson

Podcast artwork

Rætt er við Pál Halldórsson flugmann og fyrrum flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni og Svein Runólfsson fyrrum Landgræðslustjóra. Tilefnið er að þeir félagar hafa tekið saman efni í glæsilega bók sem er að koma út um hið stórmerkilega ævintýri sem unnið var á eins hreyfils flugvélum við að græða upp örfoka land á árunum 1958 til 1992. Þeir Páll og Sveinn segja hér stuttlega frá þessu merka frumkvöðlastarfi, flugvélunum, starfsfólkinu og ekki síst flugmönnunum sem tóku þátt í þessu áhættusama flugi. Páll var fyrsti flugmaðurinn sem ráðinn var beint til starfa hjá Landgræðslunni tvítugur að aldri og Sveinn var starfsmaður hjá Landgræðslunni í upphafi áburðarflugsins og varð síðar landgræðslustjóri um áratuga skeið.