Sjö mánaða og stjórnar heimilinu

Fjölskyldan ehf. - A podcast by Margrét Pála og Móey Pála

Categories:

Nú eru ungu foreldrarnir komnir í fyrstu uppeldisklípuna enda stækkar unga snótin og þroskast stöðugt. Hún er komin á þann aldur þar sem börn gera mikinn greinarmun á fólki sem þau þekkja og ókunnugum sem þau fara að mótmæla hástöfum. Eins vill hún ekki vera aðskilin frá mömmu sinni og það á bara eftir að versna á næstu mánuðum. Auk alls þessa eru sjö mánaða börn byrjuð að leita leiða til að stjórna umhverfinu; ekki bara þegar þau eru svöng, þreytt, blaut eða einmana. Þarna byrja viljaæfingar...

Visit the podcast's native language site