Fávitar Podcast 6. þáttur - Guðmundur Kári, samkynhneigð og lífið
Fávitar Podcast - A podcast by Sólborg Guðbrandsdóttir
Categories:
Guðmundur Kári Þorgrímsson, landsliðsmaður í fimleikum og fyrirlesari, gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann gaf út myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann kom út úr skápnum sem hommi fyrir framan alþjóð. Gummi, sem er gjarnan þekktur sem Gummi tvíburi, flytur fyrirlesta fyrir ungmenni þar sem hann ræðir við þau um hinseginleika og fjölbreytileika samfélagsins almennt. Í þættinum ræðum við það hvernig það var að koma út úr skápnum, hvernig lífið sem hommi á Íslandi sé, mýtur um samkynhneigð og ýmislegt fleira. Fylgist með! Sérstakar þakkir til Hilmars Braga Bárðarsonar fyrir upptöku þáttarins og klippingu, til Víkurfrétta fyrir aðgang að húsnæðinu og búnaðinn, til listamannsins Ethorio sem málaði logo þáttanna og Landsbankans fyrir að gera Fávitar Podcast að veruleika. Farið vel með ykkur.