„Þvælan“ í Laxárdal - deilur í fjölskyldu Ásmundar Einars
Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:
Í áratugi hefur stór fjölskylda Laxárdal í Dölunum tekist á um land og yfirráð, arf og skiptingu hans. Við sögu koma skemmdarverk, hefndaraðgerðir, skítahaugar og rotnandi hræ svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir því að málið hefur reglulega ratað í fréttir er ekki síst að í fjölskyldunni sem deilir er fyrrum þingmaðurinn og ráðherrann Ásmundur Einar Daðason. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í deilunum í sumar. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður Rúv á Vesturlandi, sökkti sér ofan í málið og útskýrir það á mannamáli. Umsjón: Þóra Tómasdóttir