Samruni Íslandsbanka og Skaga

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:

Greint var frá viðræðum um samruna Íslandsbanka og Skaga fyrr í vikunni. Hugmyndin er sú að hluthafar Skaga fái 15 prósent af hlutafénu í sameinuðu fyrirtæki. Samlegðaráhrifin af samrunanum eru fyrst og fremst kostnaðarhagræði og arðsamari rekstur. Skagi samanstendur af þremur fyrirtækjum: tryggingafélaginu VÍS, fjárfestingarbankanum Fossum og verðbréfafyrirtækinu Íslenskum verðbréfum. Þrír stærstu einkafjárfestarnir í Skaga eru félög sem tengjast þekktum viðskiptamönnum eins og Bjarna Ármannssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Sigurbirni Þorkelssyni. Rætt er um samrunann við Snorra Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson