Ósagða sagan um Klíníkina

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:

Eftirlitsstofnunin Sjúkratryggingar Íslands ákvað að láta ógert að krefja skurðlækni hjá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni um 87 milljónir króna vegna meintra ofrukkana. Fjallað er um þessa ákvörðun í gagnrýnni skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands og birti nú í sumar. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er að eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með þeim peningum ríkisins sem stofnunin greiðir út sé ekki nægilega gott. Hvorki Klíníkin né skurðlæknirinn sem um ræðir eru nefnd á nafn í skýrslunni. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson