Hlutabréfaviðskipti sjóðsstjóra og hættan á hagsmunaárekstrum

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:

Sjóðsstjóri hjá Stefni átti sjálfur hlutabréf í flugfélaginu Icelandair á sama tíma og sjóðir fyrirtækisins voru stórir hluthafar í því. Nánir fjölskyldumeðlimir sjóðsstjórans áttu líka hlutabréf í Icelandair á sama tíma. Þetta var á árunum 2010 til 2017. Sjóðsstjórinn heitir Jóhann Möller og er í dag framkvæmdastjóri Stefnis sem er dótturfélag Arion banka. Jóhann hefur starfað hjá Stefni frá árinu 2006. Á þessum tíma vann Jóhann við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum Stefnis sem stunduðu fjárfestingar í Icelandair. Jóhann segir að viðskipti hans hafi verið tilkynnt innanhúss hjá Stefni og hafi verið heimil samkvæmt þeim reglum sem giltu á þeim tíma. Hann segir jafnframt að núna sé búið að breyta reglunum til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra starfsmanna Stefnis. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson