Frændhygli í skátunum og fjárreiður bandalagsins
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categories:
Starfsemi Bandalags íslenskra skáta hefur verið talsvert til umræðu í vikunni eftir að Kveikur fjallaði um fjárreiður félagsins. Í þættinum var sagt frá ferðalagi rúmlega 100 barna á skátamót í Suður-Kóreu í fyrra. Börnin fjármögnuðu ferðina sjálf með fjáröflunum, fermingarpeningum og öðru slíku. Sex milljón króna afgangur var af ferðasjóðnum og runnu þessir peningar í starfsmannakostnað, sögðu fararstjórar í Kveik. Samkvæmt umfjölluninni var umsýslukostnaðurinn í heildina rúmlega 8 milljónir. Fleiri mál sem tengjast fjárreiðum og starfsmannahaldi íslensku skátahreyfingarinnar hafa komið upp úr kafinu við skoðun á starfseminni. Tvær systur og mágur núverandi skátahöfðingjans Hörpu Óskar Valgeirsdóttur hafa í gegnum árin verið ráðin til starfa hjá Bandalagi íslenskra skáta. Þetta kemur fram í fundargerðum Bandalags íslenskra skáta. Tekið skal fram að systur Hörpu voru ráðnar til félagsins áður en hún var kjörin skátahöfðingi 2022 en hún var hins vegar stjórnarmaður þá. Rætt er við eitt af foreldrunum úr barnahópnum sem fór í skátaferðina til Suður-Kóreu, Evu Írisi Eyjólfsdóttur, og einnig Hörpu Ósk Valgeirsdóttur.