Deilan um Konukot í Ármúla
Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:
Í þættinum í dag er fjallað um mál sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum síðustu vikurnar: Flutning Konukots í fasteign í Ármúla og andstöðu heilbrigðisfyrirtækisins Sameindar við hann. Konukot á að vera í næsta húsi við Sameind. Heilbrigðisfyrirtækið vill meina að vegna brunavarna gangi ekki að hafa Konukot í húsinu. Sameind hefur kært flutning Konukots í húsið. Rætt er við Kristínu Pálsdóttur hjá Konukoti og Rannveigu Einarsdóttur hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Sturla Arinbjarnarson, eigandi Sameindar, vill ekki koma í viðtal um málið á meðan kæra fyrirtækisins er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson