Bátastríðið: Hlölli vs. Nonni
Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:
Fjallað er um bátastríðið í Reykjavík á milli Hlöllabáta og Nonnabita á tíunda áratug síðustu aldar. Rætt er við Jón Guðnason, eða Nonna á Nonnabitum, sem segir frá því hvernig hann stofnaði sinn eigin bátastað eftir að hafa unnið á Hlölla í sjö ár. Hlöllabátar voru stofnaðir árið 1986 og kenndir við Hlöðver Sigurðsson. Nonni segir frá kergjunni og keppninni á milli staðanna tveggja í miðbæ Reykjavíkur og hvernig viðskiptavinirnir skiptust í hópa eftir því hvort þeir voru Nonna- eða Hlöllamegin í lífinu. Hann segir okkur líka frá Nonnasósunni frægu og rýnir í framtíð staðarins sem í dag er í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni er að verða sjötugur en stendur ennþá við steikarborðið og gerir beikonbáta fyrir viðskiptavini. Umsjón. Ingi Freyr Vilhjálmsson