Áralöng saurmengun í Varmá
Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:
Hrafnkell Karlsson bóndi í Ölfussi segir Hveragerðisbæ hafa sýnt af sér tómlæti í skólphreinsimálum bæjarins. Skólp frá Hveragerðisbæ hefur runnið út í bæjaránna Varmá síðastliðin ár og valdið saurgerlamengun í henni. Pétur Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir að bærinn sé að byggja nýja og betri skólphreinisstöð sem vonandi muni koma í veg fyrir þessa mengun. Hann segir að þessi skólphreinisstöð verði flaggskip hér á landi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson