Aðgerðarsinnarnir í fjölskyldu Möggu Stínu
Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:
Tónlistarkonan og aðgerðarsinninn Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi Ísraelshers. Ekkert hefur heyrst frá henni síðan herinn stöðvaði skip úr Frelsisflotanum við Miðjarðarhaf í fyrrinótt. Magga Stína var um borð í skipinu Conscience sem reyndi að sigla hjálpargögnum til Gaza. Magga Stína hefur undanfarin tvö ár verið áberandi í skipulögðum mótmælum á Íslandi gegn stríðsrekstri Ísraelshers. Hún hefur gagnrýnt íslenska ráðamenn harkalega fyrir að gera ekki nóg til að þrýsta á endalok stríðsins. Magga Stína er alin upp af aðgerðarsinnum og dóttir hennar hefur líka verið áberandi á mótmælum hér á landi. Í þessum þætti ætlum við að ræða við móður og dóttur Möggu Stínu um aðferðir þeirra til að reyna að hafa áhrif.